Síldarvinnslan hf. – Niðurstöður aðalfundar 31. mars 2022


Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn í Safnahúsinu í Neskaupstað 31. mars 2022. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins.

Ársreikningur

Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins.

Tillaga um greiðslu arðs

Samþykkt var að arðgreiðsla á árinu 2022 vegna rekstrarársins 2021 verði 2,01 kr. á hlut eða 3.417 milljónir kr. (um 26,2 milljónir USD á lokagengi ársins 2021). Arðurinn verður greiddur 13. apríl 2022. Réttur hluthafa til arðgreiðslu miðast við hlutaskrá 4. apríl 2022.

Tillaga um starfskjarastefnu

Tillaga að starfskjarastefnu var lögð fram og var hún samþykkt. Stefnan er að mestu óbreytt en samþykktar voru orðalagsbreytingar er varða takmörkun á skaðleysisábyrgð gagnvart stjórnendum og hámark kaupauka.

Ákvörðun um þóknun til stjórnar félagsins

Samþykkt var að stjórnarlaun vegna ársins 2022 verði sem hér segir: Formaður verði með kr. 500.000 á mánuði en aðrir stjórnarmenn með 330.000. Varamenn verði með kr. 165.000 á mánuði.

Kosning stjórnar félagsins

Stjórn var sjálfkjörin þar sem frambjóðendur voru jafnmargir og kjósa skyldi. Samsetning stjórnar uppfyllir ákvæði laga og samþykkta félagsins um kynjahlutfall. Eftirtalin skipa stjórnina: Anna Guðmundsdóttir, Baldur Már Helgason, Björk þórarinsdóttir, Guðmundur Rafnkell Gíslason og Þorsteinn Már Baldursson. Varamenn: Arna Bryndís Baldvins McClure og Ingi Jóhann Guðmundsson.

Á fyrsta stjórnarfundi nýrrar stjórnar skipti stjórnin með sér verkum. Formaður stjórnar er Þorsteinn Már Baldvinsson og varaformaður stjórnar er Guðmundur Rafnkell Gíslason. Jafnframt var ákveðið að skipan endurskoðunarnefndar yrði óbreytt.

Kosning endurskoðenda

Samþykkt var að endurskoðandi félagsins fyrir næsta ár verði PricewaterhouseCoopers (Vignir Rafn Gíslason og Rúnar Bjarnason).

Tillaga um heimild stjórnar til kaupa á eigin bréfum

Aðalfundur samþykkti að veita stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimildin gildir fyrir næstu átján mánuði en heildareign í eigin bréfum má ekki fara yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi má ekki vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er. Heimild þessa má nýta til að koma á formlegri endurkaupaáætlun eða til þess að gera hluhöfum almennt tilboð um kaup á eigin bréfum til dæmis með útboðsfyrirkomulagi enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Aðrar heimildir til kaupa á eigin bréfum falla úr gildi með þessari samþykkt.

Stjórn Síldarvinnslunnar hf.


Company ProfileSildarvinnslan ltdIndustry: Food & BeverageWebsite: