Alma íbúðafélag hf.: Útboð á skuldabréfum 5. apríl 2022


Alma íbúðafélag hf.: Útboð á skuldabréfum 5. apríl 2022

Alma íbúðafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn 5. apríl næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í skuldabréfaflokki félagsins, AL101227.

Skuldabréfaflokkurinn, AL101227 er gefinn út undir útgáfuramma félagsins, grunnlýsingu þess og er veðtryggður með almennu tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Skuldabréfaflokkurinn er verðtryggður með lokagjalddaga þann 10. desember 2027. Afborganir eru greiddar samkvæmt 25 ára jafngreiðsluferli.

Útboð skuldabréfanna verður með hollenskri aðferð, þar sem öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem tekið verður. Þegar hafa verið gefin út skuldabréf í flokknum að nafnvirði 2.600 milljónir króna. Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 11. apríl næstkomandi.

Íslandsbanki hefur umsjón með sölu skuldabréfanna.

Tilboðum skal skilað til verðbréfamiðlunar Íslandsbanka fyrir klukkan 16:00 á útboðsdegi, 5. apríl 2022, á netfangið vbm@isb.is. Áskilur útgefandi sér rétt til að taka hvaða tilboði sem vera skal að hluta til eða í heild, eða hafna þeim öllum.

Útboðið er lokað og undanþegið gerð lýsingar, sbr. a- og c-liður 4. mgr. 1. gr. reglugerðar (ESB) 2017/1129, sbr. lög nr. 14/2020. Grunnlýsing, endanlegir skilmálar og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu á þeim verða aðgengileg á vefsíðu félagsins, www.al.is/company/investors/bond-issuance. Tilkynningar sem Alma íbúðafélagið hf. hefur birt í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.

Nánari upplýsingar veitir:

Sigurður Rúnar Pálsson, fjármálastjóri, í síma 848 5290 eða sigurdur@al.is