Íþaka fasteignir ehf.: Árshlutareikningur fyrstu 6 mánuði 2022


Stjórn Íþöku fasteigna ehf. samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 26. ágúst 2022, árshlutareikning félagsins fyrir fyrri árshelming 2022. Uppgjör félagsins hefur nú verið birt.

Helstu atriði árshlutareiknings:

  • Heildarafkoma félagsins á tímabilinu var 847 m.kr., þar eru stórir þættir rekstrartekjur félagsins sem voru 1.124 m.kr. á tímabilinu og matsbreyting fjárfestingaeigna að fjárhæð 1.054 m.kr.
  • Heildar eignir félagsins námu 30.876 m.kr. m.v. 30. júní 2022, en þar af voru fjárfestingareignir 29.968 m.kr. og handbært fé 86 m.kr. Vaxtaberandi skuldir námu 18.508 m.kr. og eigið fé félagsins var 9.061 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins í lok tímabilsins er 29,3%.

Árshlutareikningur félagsins er meðfylgjandi og er einnig að finna á heimasíðu félagsins, www.ithaka.is/fjarmala-og-markadsupplysingar.

Félagið seldi á síðari hluta árs 2021 skuldabréf í flokknum ITHAKA 291128 og á fyrri árshelmingi 2022 í flokknum ITHAKA 070627. Voru skuldabréf í báðum flokkum tekin til viðskipta hjá Nasdaq Iceland hf. þann 19. ágúst 2022.

ÍÞAKA rekur og leigir út atvinnuhúsnæði, byggir upp lóðir og þróar lausnir til að mæta húsnæðisþörf fyrirtækja.

ÍÞAKA stefnir að því að vera styrk stoð í íslensku samfélagi með heilnæmt og sveigjanlegt húsnæði sem uppfyllir þarfir atvinnulífsins á hverjum tíma.

Fjárhagsdagatal 2022

Stefnt er að birtingu næsta ársuppgjörs félagsins á neðangreindri dagsetningu:

Ársuppgjör 2022                        24. mars 2023

Nánari upplýsingar veitir Gunnar Valur Gíslason, framkvæmdastjóri, í síma 822-4403 eða í tölvupósti á gunnarvalur@ithaka.is.

Attachment



Attachments

Íþaka fasteignir - Árshlutareikningur 30.06.2022