Íslandsbanki hf. tilkynnir hér með um niðurstöðu endurkaupatilboðs til eigenda 300 milljóna evra skuldabréfaútgáfu bankans með föstum vöxtum og innköllunarheimild sem er á gjalddaga 19. janúar 2024 (ISIN: XS1755108344) gegn greiðslu (hér eftir endurkaupatilboðið).
Tilkynnt var um endurkaupatilboðið 28. nóvember 2022 og var það háð þeim skilmálum og skilyrðum sem lýst var í endurkaupatilboðslýsingu (e. Tender Offer Memorandum) sem dagsett var 28. nóvember 2022.
Bankanum bárust gild tilboð að upphæð 262.675.000 evra og voru þau öll samþykkt. Frekari upplýsingar er að finna í hjálagðri tilkynningu um niðurstöðu endurkaupatilboðsins (e. Tender Results Announcement).
Umsjónaraðilar með endurkaupunum voru Barclays, Citigroup, Goldman Sachs Bank Europe og J.P. Morgan.
Nánari upplýsingar veita:
Fjárfestatengsl - ir@islandsbanki.is
Póstlisti Íslandsbanka
Ef þú vilt gerast áskrifandi að kauphallarfréttum Íslandsbanka þá vinsamlegast skráðu þig hér: https://www.islandsbanki.is/is/grein/postlisti_ir
Um Íslandsbanka
Íslandsbanki er alhliða banki sem leggur áherslu á að koma til móts við þarfir viðskiptavina sinna og á sér langa sögu sem nær aftur til ársins 1875. Bankinn leggur áherslu á traustan rekstur og að hafa jákvæð áhrif í samfélaginu en hlutverk bankans er að vera hreyfiafl til góðra verka svo viðskiptavinir okkar nái árangri. Með framtíðarsýnina að vera #1 í þjónustu að leiðarljósi vinna þrjár viðskiptaeiningar þétt saman til þess að viðhalda góðum viðskiptasamböndum. Markaðshlutdeild bankans er sterk og rekur bankinn skilvirkasta útibúanetið á landinu og styður um leið við viðskiptavini sína á stafrænni vegferð þeirra. Umhverfið sem bankinn starfar í er eftirsóknarvert og er Íslandsbanki vel í stakk búinn að takast á við tækifærin framundan með öflugar tæknilegar stoðir og sterkan efnahagsreikning. Íslandsbanki er með lánshæfismatið BBB/A-2 frá S&P Global Ratings. Hlutabréf bankans eru skráð á Aðalmarkað Nasdaq Iceland.
Fyrirvari
Framangreind fréttatilkynning gæti vísað til spár um framtíðarhorfur sem er háð áhættu- og óvissuþáttum og getur þýtt að raunverulegur árangur verði umtalsvert frábrugðinn því sem spáð er í þessari fréttatilkynningu. Íslandsbanki hf. hefur ekki skyldu til að, og mun ekki, uppfæra þessar spár um framtíðarhorfur félagsins til að endurspegla atburði og aðstæður sem eiga sér stað eftir útgáfu þessarar fréttatilkynningar. Það er ábyrgð fjárfestis að reiða sig ekki seinna meir á spár um framtíðarhorfur sem eru settar fram í þessari fréttatilkynningu þar sem þær eiga eingöngu við á þeim tíma sem hún er gefin út. Spár um framtíðarhorfur gefa ekki áreiðanlega vísbendingu um framtíðarárangur og eru allar yfirlýsingar um framtíðarhorfur félagsins fullgildar í heild sinni með tilliti til þessa fyrirvara.
Viðhengi