Tillaga um hlutafjárlækkun í Horn III slhf.


Stjórn Horns III slhf. hefur boðað til hluthafafundar í Horn III slhf. sem verður haldinn þann 1. febrúar n.k. Á fundinum verður tekin afstaða til tillögu stjórnar um að lækka hlutafé Horns III slhf. og í stað þeirra hluta sem felldir verða niður munu hluthafar í Horni III slhf. fá framselda alla hlutaeign Horns III slhf. í Ölgerðinni Egill Skallagrímsson hf., samtals 493.781.353 hlutir að réttri tiltölu miðað við hlutareign þeirra í Horni III slhf. Verði tillagan samþykkt verður sótt um undanþágu frá innköllunarskyldu til fyrirtækjaskár og mun framsal hlutareignarinnar í Ölgerðinni fara fram að fenginni þeirri undantekningu.

Í dag er Horn III slhf. stærsti hluthafi Ölgerðarinnar og fer með 17,59% hlut í félaginu en ef tillaga um hlutafjárlækkun verður samþykkt mun allur eignarhlutur Horn III slhf. í Ölgerðinni verða framseldur til hluthafa Horns III slhf.