Vísað er til tilkynningar Landsbankans dagsett 16. febrúar 2024 um fyrirhugað lokað útboð á víkjandi skuldabréfum í íslenskum krónum.
Landsbankinn mun bjóða tvo flokka víkjandi skuldabréfa sem telja til eiginfjárþáttar 2 til sölu, verðtryggðan og óverðtryggðan flokk.
Verðtryggði flokkurinn mun bera 5,70% vexti og verður seldur á genginu 100 sem jafngildir 5,70% ávöxtunarkröfu. Flokkurinn verður vaxtagreiðsluflokkur með árlegri vaxtagreiðslu.
Óverðtryggði flokkurinn mun bera 9,60% vexti og verður seldur á genginu 100 sem jafngildir 9,60% ávöxtunarkröfu. Flokkurinn verður vaxtagreiðsluflokkur með árlegri vaxtagreiðslu.
Lágmarksstærð flokka til útgáfu er 3 ma.kr. að nafnverði. Landsbankinn áskilur sér rétt til þess að samþykkja öll tilboð, hafna öllum tilboðum eða taka tilboðum að hluta.
Lokagjalddagi flokkanna verður 7. mars 2035 með innköllunarheimild 7. mars 2030 og á hverjum vaxtagjalddaga þar á eftir (11NC6).
Skuldabréfin verða gefin út undir víxla og skuldabréfaramma Landsbankans.
Tilboðum skal skilað fyrir kl. 15:00, fimmtudaginn 29. febrúar. Áætlaður uppgjörs- og útgáfudagur er 7. mars 2024.
Markaðsviðskipti Landsbankans hafa umsjón með útboðinu. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar í síma 410-7330 eða með tölvupósti, verdbrefamidlun@landsbankinn.is.