Aðalfundur Fly Play hf. („PLAY“ eða „félagið“) var haldinn fimmtudaginn 21. mars 2024 og fór fram á Setrinu, Grand Hótel, Reykjavík. Meðfylgjandi í viðhengi er að finna helstu niðurstöður frá aðalfundinum.
Aðalfundur samþykkti heimild til stjórnar að hækka hlutafé félagsins um allt að 1.200.000.000 hluti að nafnvirði, í þeim tilgangi að efna áður tilkynnt áskriftarloforð, ásamt því að efna til almenns útboðs. Eins og fram kemur hér að neðan mun verður heimildin ekki að fullu nýtt.
Upplýst var á fundinum að stjórn félagsins mun nýta framangreinda heimild þannig:
- 1.000.000.000 hlutum á áskriftargenginu kr. 4,5 á hvern hlut verður ráðstafað til að efna skuldbindingu félagsins samkvæmt þegar mótteknum áskriftarloforðum að samanlagðri fjárhæð 4.500.000.000 krónum frá fjárfestum úr hópi núverandi hluthafa og annarra fjárfesta.
- Allt að 111.111.112 hlutir á áskriftargenginu kr. 4,5 á hvern hlut að nafnverði að samanlagðri fjárhæð allt að 500.000.004 krónur, verða boðnir í almennu útboði sem mun fara fram dagana 9. apríl 2024 til 11. apríl 2024.
- Ónýttur hluti heimildarinnar mun falla niður.
Aðrar tillögur stjórnar sem voru lagðar fyrir fundinn voru einnig samþykktar.
Á fyrsta fundi stjórnar eftir aðalfund var Sigurður Kári Kristjánsson kjörinn formaður stjórnar og Elías Skúli Skúlason varaformaður stjórnar.
Þá var sjálfbærniskýrsla félagsins einnig birt að morgni fundardags á heimasíðu félagsins.
Almennt útboð dagana 9. til 11. apríl 2024
Til viðbótar við framangreind áskriftarloforð mun PLAY efna til almenns útboðs á allt að 111.111.112 nýjum hlutum að nafnverði í PLAY á áskriftargenginu 4,5 krónur á hvern hlut, að jafnvirði allt að 500.000.004 krónum.. Til að tryggja jafnræði hluthafa munu núverandi hluthafar, aðrir en þeir sem hafa nú þegar skráð sig fyrir nýjum hlutum, njóta forgangs til áskriftar ef til umframáskriftar kemur.
Útboðið hefst kl. 10:00 (GMT) þriðjudaginn 9. apríl 2024 og lýkur fimmtudaginn 11. apríl 2024 kl. 16:00 (GMT). Útgefandi og umsjónaraðili áskilja sér rétt til að framlengja áskriftartímabilið. Tekið verður við áskriftum fjárfesta á sérstöku rafrænu áskriftarformi sem fjárfestar geta nálgast á vefslóðinni www.arctica.is/play-utbod.
Opinn kynningarfundur verður haldinn kl. 10:00 þriðjudaginn 9. apríl 2024 á skrifstofum PLAY að Suðurlandsbraut 14. Vefstreymið verður aðgengilegt á vefslóðinni www.arctica.is/play-utbod og á fjárfestasíðu PLAY.
Fyrirhugað er að samandregnar niðurstöður útboðsins liggi fyrir og verði tilkynntar opinberlega þann 11. apríl 2024 og niðurstöður úthlutunar tilkynntar áskrifendum þann 15. apríl 2024. Gjalddagi greiðsluseðla vegna útboðsins er fyrirhugaður þann 23. apríl 2024.
Fjárfestar geta nálgast upplýsingar um útboðið og aðstoð við skráningu áskrifta hjá Fyrirtækjaráðgjöf Arctica Finance á tölvupóstfanginu PLAY@arctica.is eða í síma 513-3300 og Fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingarbanka á tölvupóstfanginu ftr@fossar.is eða í síma 522-4000, milli kl 09:00 og 16:00 dagana 9. apríl 2024 til 11. apríl 2024.
Útboðið er undanþegið gerð lýsingar, sbr. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 14/2020, um lýsingu verðbréfa sem boðin eru í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði.
Arctica Finance hf. hefur umsjón með útboðinu, útgáfu og töku hinna nýju hlutabréfa til viðskipta ásamt því að annast innheimtu og uppgjör viðskiptanna í tengslum við útboðið. Arctica Finance hf. og Fossar fjárfestingarbanki hf. eru sameiginlegir söluaðilar í útboðinu og hefur Greenhill (Mizuho) veitt félaginu ráðgjöf.
Viðhengi