Alma íbúðafélag hf.: Útboð á skuldabréfum 9. apríl 2024
Alma íbúðafélag hf. efnir til lokaðs útboðs á skuldabréfum þriðjudaginn 9 .apríl næstkomandi. Boðin verða til sölu skuldabréf í flokknum AL120625.
Skuldabréfaflokkurinn AL120625 er óverðtryggður, með einni afborgun höfuðstóls á lokagjalddaga og ber fasta 4,00% ársvexti, sem greiðast árlega. Áður hafa verið gefin út skuldabréf í AL120625 að nafnvirði 2.100.000.000 kr. og hafa þau verið tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Skuldabréfaflokkurinn er gefin út undir almennu tryggingarfyrirkomulagi.
Skuldabréfin verða seld á fastri 10,25% ávöxtunarkröfu. Skuldabréfin verða gefin út í 20 m.kr. nafnverðseiningum. ALMA áskilur sér rétt til að taka eða hafna hvaða tilboði sem er í heild eða að hluta. Tilkynnt verður um niðurstöðu útboðsins og úthlutun til fjárfesta þegar niðurstaða liggur fyrir þó eigi síðar en fyrir opnun markaða þann 10. apríl 2024.
Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugaður mánudaginn 15. apríl 2024.
Landsbankinn hefur umsjón með útboðinu og fjárfestar skulu skila tilboðum fyrir klukkan 16:00 Þriðjudaginn 9. apríl 2024 á netfangið verdbrefamidlun@landsbankinn.is
Útboðið er undanþegið gerð lýsingar á grundvelli c og d liðar, 4. mgr. 1. gr. lýsingarreglugerðar sem innleidd var með lögum nr. 14/2020, um sama efni. Grunnlýsing og viðauki við grunnlýsinguna hafa verið birt í tengslum við útgáfuramma félagsins. Grunnlýsinguna, viðauka við grunnlýsinguna og önnur skjöl sem tengjast skuldabréfunum og útgáfu þeirra má nálgast á vefsíðu félagsins. Tilkynningar sem ALMA hefur birt í tengslum við viðvarandi upplýsingaskyldu frá birtingu grunnlýsingar má jafnframt nálgast á vefsíðu félagsins.
Nánari upplýsingar veita:
Ingólfur Árni Gunnarsson forstjóri Ölmu íbúðafélags hf., ingolfur@al.is
Gunnar S. Tryggvason, markaðsviðskipti Landsbankans hf. í síma 821 2090 eða gunnars@landsbankinn.is