Íslandshótel hf. - Útboðslýsing birt og hlutafjárúboð hefst á morgun


Stjórn Íslandshótela hf. hefur óskað eftir töku hlutabréfa félagsins til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland hf. og staðfest áform sín um að hefja almennt hlutafjárútboð á hlutum í Íslandshótelum hf. þann 14. maí 2024 kl. 10.00

Nánari upplýsingar um útboðið má finna á vefsíðu félagsins https://www.islandshotel.is/hlutafjarutbod-2024/

Íslandshótel er stærsta hótelkeðja landsins og eru hótelin rekin undir tveimur vörumerkjum, Hótel Reykjavík og Fosshótel. Félagið rekur 18 hótel með 1.966 herbergjum hringinn í kringum Ísland og eru 16 af hótelfasteignunum í eigu félagsins.

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka og fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka eru umsjónaraðilar útboðsins.