Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf.: Árshlutareikningur fyrir 1. mars 2024 til 31. maí 2024


Árshlutareikningur samstæðu Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf. fyrir tímabilið 1. mars 2024 – 31. maí 2024 var samþykktur af stjórn og forstjóra á stjórnarfundi 27. júní 2024.

Helstu niðurstöður árshlutareiknings fyrir fyrsta ársfjórðung 2024 (Q1 2024) eru:

  • Vörusala samstæðu Ölgerðarinnar var 2% meiri á fyrsta ársfjórðungi 2024 en á sama tímabili 2023 og framlegð jókst um 7%
  • EBITDA nam 1.055 millj. kr. samanborið við 1.157 millj. kr. á Q1 2024, sem jafngildir 9% lækkun milli ára.
  • Neikvæð áhrif á EBITDA vegna Collab útflutnings námu 50 millj. kr. á ársfjórðungnum.
  • Hagnaður eftir skatta var 482 millj. kr. á Q1 2024 og lækkar um 50% frá fyrra ári.   Ef leiðrétt er fyrir einskiptis hlutdeildartekjum frá Q1 2023 að upphæð 386 millj. kr.  þá lækkar hagnaður um 114 millj. kr. frá fyrra ári eða 19%.
  • Eigið fé í lok Q1 2024 nam 15,8 ma. kr. og var eiginfjárhlutfall 48,2% samanborið við 49,1% við lok síðasta fjárhagsárs.
  • Nettó vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingu voru 5.830 millj. kr. í lok Q1 2024 samanborið við 5.755 millj. kr. í lok árs 2023.
  • Afkomuspá stjórnenda fyrir samstæðu Ölgerðarinnar, gerir ráð fyrir að EBITDA verði 5.100 – 5.500 millj. kr. í stað 5.500 - 5.900 millj. kr afkomuspár við upphaf fjárhagsársins.
  • Afkomuspá lækkar aðallega vegna útlits um minnkandi tekjur af ferðamönnum vegna fækkun gistinátta á þessu ári og minni neyslu.
  • Af lækkun afkomuspár eru 100 millj. kr. vegna aukinnar markaðssóknar Collab erlendis. Í fyrri spá var gert ráð fyrir 200 millj. kr. neikvæðum áhrifum á EBITDA - samtals er því gert ráð fyrir 300 millj. kr. neikvæðum áhrifum vegna útflutnings á  Collab.  
  • Afkomuspá án Collab útflutnings væri því 5.400-5.800 millj. kr.  EBITDA fyrra fjárhagsárs var 5.504 millj.kr.


Lykiltölur (millj. kr.) 

Rekstrarreikningur Q1 2024Q1 2024Q1 2023Breyt.% Breyt
Vörusala11.23311.0391942%
Áfengis- og skilagjald2.8482.809391%
Vörunotkun4.3194.465-146-3%
Annar framleiðslukostnaður2191576240%
Framlegð3.8483.6082397%
Aðrar tekjur712-5-43%
Laun og launatengd gjöld1.3211.237847%
Sölu- og markaðskostnaður88566821732%
Annar kostnaður593558356%
EBITDA1.0551.157-102-9%
Afskriftir2772473012%
EBIT778910-132-14%
Fjármagnsliðir og áhrif hlutdeildarfélaga197-199396-199%
Hagnaður fyrir skatta5811.109-528-48%
Tekjuskattur100146-46-32%
Hagnaður e skatta482963-481-50%


Ársfjórðungurinn litast af samdrætti í seldum lítrum til hótela, veitingastaða og skyndibitastaða sem skýrist  aðallega af  fækkun ferðamanna og minni neyslu.  Á fyrsta ársfjórðungi 2024 nam veltuaukning 194 millj. kr. eða sem nemur 2% hækkun en EBITDA lækkaði um 102 millj. kr eða 9%. Framlegð jókst um 239 millj. kr., einkum vegna hærri markaðshlutdeildar í sölu á bjór og aukinnar sölu virknidrykkja. 

Sölu- og markaðskostnaður jókst um 217 millj. kr. á milli ára eða 32% sem aðallega má rekja til aukinnar samkeppni á markaði og nýrra viðskiptavina.  Nýjar tegundir virknidrykkja voru settar á markað á tímabilinu;  Mist Uppbygging og Collab Hydro og var fjárfest í markaðskostnaði tengdum þessum nýju vörumerkjum á tímabilinu.  Sala á Collab er hafin í Danmörku og Finnlandi á yfir 1800 útsölustöðum. Af ofangreindri aukningu sölu- og markaðskostnaðar á tímabilinu má rekja 71 millj. kr til útflutnings á Collab.   

Efnahagsreikningur31.5.202429.2.2024Breyt.% Breyt
Eignir32.67530.6652.0107%
Eigið fé15.76115.0477145%
Eiginfjárhlutfall48,2%49,1%-0,8 
     
Vaxtaberandi skuldir og leigusk.7.8737.2795948%
Handbært fé2.0431.52451934%
Nettó vaxtaberandi skuldir og leigusk.5.8305.755751%
EBITDA sl. 12 mán5.3655.504-140-3%
NIDB/EBITDA sl. 12 mán1,11,0  


Afkoman á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins var aðeins undir áætlunum. Áður útgefin afkomuspá fyrir fjárhagsárið 2024 gerði ráð fyrir EBITDA á bilinu 5,5 – 5,9 ma. kr. og gera stjórnendur Ölgerðarinnar nú ráð fyrir að EBITDA fjárhagsársins 1. mars 2024 – 28. febrúar 2025 lækki í 5,1 – 5,5 ma. kr. en 100 millj. kr kostnaður  er ný viðbót vegna Collab útflutnings til meginlands Evrópu. 

Helstu forsendur fyrir uppfærðri spá eru minni umsvif í hótel- og veitingageiranum en fyrri spá gerði ráð fyrir og er það í takti við spár um fækkun ferðamanna. Einnig er gert ráð fyrir 100 millj. kr. aukinni fjárfestingu í útflutningi á Collab, einkum vegna fýsileikakönnunar á mörkuðum á meginlandi Evrópu. Endanleg ákvörðun um að hefja sölu á meginlandinu verður tekin á haustmánuðum.  Uppfærð forsenda um fjárfestingu í útflutningi á COLLAB leiðir til 100 millj. kr. lægri EBITDA en í fyrri spá. Eins og áður er gert ráð fyrir að allur kostnaður vegna útflutningsverkefnisins verði gjaldfærður þegar hann fellur til.  Á fyrsta ársfjórðungi var kostnaður af útflutningsverkefninu 50 millj. kr. 

Velta það sem af er júní 2024 er minni en í fyrra, en talsverður samdráttur er á seldu magni til hótela– og veitingastaða. Enn er hlutdeildaraukning í ÁTVR í bjórsölu og sala á víngosi gengur vel.  Spennandi vörunýjungar eru á döfinni í þeim flokkum.

Vörusala

Velta samstæðunnar jókst um 194 millj. kr. eða um 2%. Sala til smásöluaðila og fyrirtækja jókst á tímabilinu en samdráttur var í sölu til hótela, veitingastaða og skyndibitakeðja.

Hlutdeild eigin vörumerkja af heildarframlegð fyrirtækisins er enn í vexti og hlutdeild innflutnings dragast saman. 

Rekstrarumhverfi margra viðskiptavina Ölgerðarinnar hefur orðið erfiðara  að undanförnu og má m.a. rekja það til hækkana á aðföngum, launahækkana í síðustu kjarasamningum og minni sölu. Viðskiptakröfur Ölgerðarinnar eru samt sem áður nokkuð traustar og er ekki útlit fyrir stór áföll.  Ölgerðin hefur á undanförnum vikum verið að loka samningum við rótgróna veitingastaði sem munu stuðla að aukinni markaðshlutdeild og aukinni sölu á veitingamarkaði næstu misseri.

Laun og launatengd gjöld

Laun og launatengd gjöld námu 1.321 millj. kr. á fyrsta ársfjórðungi og hækkuðu um 84 millj. kr. milli ára eða 7%. Launahlutfallið á tímabilinu var 11,8% samanborið 11,2% á sama tímabili árið áður. Á síðustu 12 mánuðum voru stöðugildin að meðaltali 395 eða óbreytt frá fjárhagsárinu 2023.

Velta á hvert stöðugildi helst óbreytt og var 115 millj. kr. á fyrsta ársfjórðungi 2024.

Rekstrargjöld

Rekstrargjöld námu 1.478 millj. kr. á fyrsta ársfjórðungi og hækkuðu um 252 millj. kr. milli ára. Kostnaðarhlutfallið var 13,2% samanborið við 11,1% á sama tímabili árið áður. Hækkun á kostnaðarhlutfalli má helst rekja til hækkunar á sölu- og markaðskostnaði. Hækkun markaðskostnaðar er tengd markaðssetningu núverandi og nýrra vörumerkja á Íslandi og kostnaði vegna markaðssetningu á Collab erlendis. Sölukostnaður hefur hækkað, m.a. vegna aukinnar samkeppni og nýrra viðskiptavina.  EBITDA hlutfall á árinu var 9,4% samanborið við 10,5% árið áður.

Fjármagnsliðir og hlutdeildarfélög

Nettó vaxtaberandi skuldir, að viðbættri húsaleiguskuldbindingu, voru 5,8 ma. kr. í lok ársfjórðungsins sem er 75 millj. kr. hækkun frá síðasta fjárhagsári.

Meðalvextir skulda samstæðunnar í íslenskum krónum voru 11,0% þann 31. maí 2024. Sem er lækkun um 0,1% frá lokum síðasta fjárhagsárs.  

Í mars 2024 gaf Ölgerðin út nýjan 700 millj. kr skráðan víxil til sex mánaða. Í maí var útistandandi víxill endurfjármagnaður með öðrum 6 mánaða víxli.  Bæði útboðin voru á 10,0% flötum vöxtum. Nú eru þrír víxlaflokkar útistandandi og gert er ráð fyrir að næsta úboð verði í ágúst 2024 ef markaðsaðstæður verða hagfelldar.

Iceland Spring

Reksturinn á Iceland Spring á ársfjórðungnum var mjög góður og í takt við áætlanir. EBITDA ársfjórðungsins var 110 millj. kr. samanborið við 67 millj. kr. á sama tímabili 2023.  

Collab útflutningur

Sala á Collab er hafin í Danmörku og Finnlandi á yfir 1.800 útsölustöðum. Viðtökur eru góðar en enn er of snemmt að segja til um endanlegan árangur.  Þá var ákveðið að kanna ákveðna markaði á meginlandi Evrópu og er undirbúningsvinna  hafin og má reikna með ákvörðun um framhaldið á haustmánuðum. Áætlaður kostnaður vegna undirbúningsvinnu og markaðssetningar hefur verið hækkaður um 100 millj. kr. frá fyrri áætlun og nú er gert ráð fyrir að kostnaður við verkefnið verði  300 millj. kr. 

Fjárfestingar

Fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum námu  374 millj. kr á tímabilinu sem er heldur minna en áætlanir gerðu ráð fyrir.  Áfram er gert ráð fyrir fjárfestingu í varanlegum rekstrarfjármunum fyrir um 1.600 millj. kr á fjárhagsárinu. Stærsta fjárfestingin á tímabilinu var búnaður til að auka afköst og gæði í ölsuðu. Auk viðhaldsfjárfestinga var fjárfest í nýjum flöskumótum og búnaði tengdum framleiðslu á plastflöskum sem sparar um 70 tonn af plasti á ári vegna minni þyngdar og þynningar.

Eins og við skýrðum frá við birtingu síðasta ársuppgjörs er að hægja á þeim mikla vexti sem verið hefur síðustu ár og sú þróun heldur áfram.  Ölgerðin býr að afar sterkum vörumerkjum og við munum ekki hvika frá öflugum markaðsaðgerðum okkar og kröftugu umbóta- og þróunarstarfi, samhliða aðhaldi í rekstri.  Með tilliti til  þess að við erum að fjárfesta í útflutningi á Collab þá gera stjórnendur ráð fyrir svipaðri niðurstöðu og á síðasta ári sem var það besta í sögu fyrirtækisins. 

Við beinum sjónum okkar enn frekar að vöruþróun með stofnun nýrrar deildar vaxtar og þróunar og höldum áfram á þeirri leið að bjóða neytendum upp á nýjungar og sækjum fram af þeim krafti sem einkennt hefur Ölgerðina. Þá gengur rekstur Iceland Spring afar vel. Við stöndum þétt við bakið á viðskiptavinum okkar, sem sumir hverjir eru að upplifa erfiðleika, og vitum sem er öll él styttir upp um síðir. Í útflutningi eru spennandi tímar framundan. Móttökur við Collab í Danmörku hafa verið góðar og það gefur okkur aukið sjálfstraust í sókn á aðra markaði ,“ segir Andri Þór Guðmundsson, forstjóri Ölgerðarinnar.

Nánari upplýsingar veita:

Andri Þór Guðmundsson, forstjóri, í síma 665-8010

Jón Þorsteinn Oddleifsson, fjármálastjóri í síma 820-6491

Viðhengi



Attachments

Árshlutareikningur samstæðu Q1 2024 - Ölgerðin Egill Skallagrímsson hf. Fréttatilkynning - Q1 2024