Fly Play hf: Nýr samningur um viðskiptavakt


Flugfélagið Play hefur gert nýjan samning við Fossa fjárfestingarbanka hf. um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum flugfélagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland.

Markmiðið með samningnum er að efla viðskipti með hlutabréf Play á Aðalmarkaði. Sömuleiðis er tilgangurinn að skapa markaðsvirði og að verðmyndun hlutabréfanna verði sem skilvirkust og gagnsæjust.

Í samningnum við Fossa fjárfestingarbanka er kveðið á um að hvert kaup- og sölutilboð skuli vera að lágmarki 200.000 krónur að nafnvirði, á gengi sem Fossar ákveða. Slíkt tilboð skal þó ekki hafa meira en 3,0% fráviki frá síðasta viðskiptaverði hlutanna í Kauphöll. Verðbil kaup- og sölutilboða skal ákvarðað með hliðsjón af verðskrefatöflu Kauphallarinnar eins og hún er hverju sinni, á þann veg að verðbil verði sem næst 1,5% en þó ekki lægra en 1,495%. Þó skal Fossum vera heimilit að setja fram kaup- og sölutilboð með lægra verðbili en að framan greinir við sérstakar aðstæður, t.d. í tengslum við breytingar á verðskrefatöflu Kauphallarinnar.

Eigi Fossar viðskipti með hluti útgefanda innan sama viðskiptadags sem nema samtals 5.000.000 kr. að markaðsvirði eða meira, sem fram fara um veltubók Fossa (markaðsvakt bankans), falla niður framangreindar skyldur Fossa um hámarksmun kaup- og sölutilboða innan þess dags. Ef verðbreyting á hlutabréfum útgefanda innan sama viðskiptadags er umfram 5,0% er Fossum heimilt að auka hámarksverðbil í 3,0%.

Samningurinn tekur gildi frá og með 26.ágúst 2024. 

Frekari upplýsingar veitir:
Birgir Olgeirsson bo@flyplay.com