SKAGI: Nýr framkvæmdastjóri trygginga og tjóna hjá VÍS


Reynir Bjarni Egilsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri trygginga og tjóna hjá VÍS. Reynir hefur frá árinu 2004 stafað hjá Rapyd og forverum þess, Valitor og Visa Íslandi, nú síðast sem framkvæmdastjóri kortaútgáfu frá árinu 2021.  Reynir hefur gegnt ýmsum störfum hjá fyrirtækinu í þau 20 ár sem hann hefur starfað þar, m.a. verið sérfræðingur á fjármálasviði, sinnt verkefnastjórn og viðskiptaþróun í erlendri kortaútgáfu, og verið deildarstjóri í vörustýringu og vöruþróun.

Reynir er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík og B.Sc  í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Reynir tekur við starfinu af Sindra Sigurjónssyni sem sagði starfi sínu lausu fyrr í sumar.

Reynir Bjarni Egilsson, nýr framkvæmdastjóri trygginga og tjóna:

„Ég hlakka til þess að hefja störf hjá VÍS og er þakklátur fyrir tækifærið. VÍS hefur verið í mikilli sókn undanfarið og það verður mjög áhugavert að taka þátt í þeirri metnaðarfullu vegferð sem félagið er á. Ég er spenntur fyrir því að leggja mitt af mörkum til að efla enn frekar þjónustu og starfsemi félagsins í takt við stefnu þess og framtíðarsýn.“

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS:

„Ég fagna því að fá jafn öflugan og reyndan stjórnanda og Reyni til liðs við framkvæmdastjórn VÍS. Markmið sviðsins sem Reynir mun leiða er að þróa tryggingar þannig að viðskiptavinir sem verða fyrir tjóni fái sem bestu þjónustu við úrlausn sinna mála. Ég treysti Reyni vel til að ná frábærum árangri í samvinnu við aðra stjórnendur og kraftmikinn hóp starfsmanna sviðsins. Ég hlakka til samstarfsins við hann.“

Viðhengi


VIS_Reynir Bjarni Egilsson