Heimar hf.: Úthlutun kauprétta


Stjórn Heima hf. ákvað á fundi sínum í gær að veita nánar tilteknum stjórnendum félagsins kauprétti allt að 3.250.000 hlutum í félaginu, sem samsvarar 0,18% af heildarhlutafé félagsins eins og það var þegar kaupréttarkerfið var samþykkt. Samningar vegna þessa voru undirritaðir í gær.

Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 30. ágúst 2024. Hægt er að nálgast starfskjarastefnu félagsins hér.

Nýtingarverð kaupréttanna er 26,88 kr. fyrir hvern hlut, þ.e. vegið meðalverð í viðskiptum með hlutabréf félagsins tuttugu (20) viðskiptadaga fyrir gerð kaupréttarsamninga auk 5,5% vaxta frá gerð kaupréttarsamnings og fram að nýtingardegi.

Hvað varðar aðra skilmála kaupréttarsamninganna er vísað er til fyrri tilkynningar Heima hf. um úthlutun kauprétta, sem birt var þann 3. september 2024.

Í kjölfar úthlutunar kauprétta nemur heildarfjöldi útistandandi kauprétta sem Heimar hf. hafa veitt stjórnendum sínum 19.250.000 hlutum eða um 1,06% hlutafjár í félaginu.