Alma íbúðafélag hf.: Stækkun skuldabréfaflokksins AL260128


Alma íbúðafélag hf. hefur lokið við stækkun á skuldabréfaflokknum AL260128 sem gefinn er út undir útgáfuramma félagsins.

Skuldabréfaflokkurinn AL260128 er óverðtryggður á föstum vöxtum með einni afborgun höfuðstóls á lokagjalddaga. Flokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingafyrirkomulagi.

Seld voru skuldabréf að nafnverði 1.380 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 8,59% og verður heildarstærð flokksins því í kjölfar stækkunar 5.920 m.kr.

Arctica Finance hf. hafði umsjón með sölu skuldabréfanna og töku þeirra til viðskipta.

Greiðslu- og uppgjörsdagur er föstudagurinn 4. apríl 2025.

Nánari upplýsingar veitir:

Ingólfur Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags hf., í tölvupósti, ingolfur@al.is


Company ProfileAlma íbúðafélag hf.Industry: Consumer FinanceWebsite:

Recommended Reading