Bakkavör Group hf. vísar til tilkynningar félagsins frá 18. janúar 2010. Kröfuhafar Bakkavarar Group hf. samþykktu á fundi í dag nauðasamning félagsins með 90% atkvæða (98% af fjárhæð krafna). Félagið mun í kjölfarið óska eftir staðfestingu nauðasamningsins hjá Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt samningnum munu kröfuhafar í meginatriðum fresta öllum gjalddögum lána og skráðra skuldabréfaflokka félagsins til ársins 2014 en gengið er út frá því að kröfuhafar félagsins muni endurheimta fullt virði krafna sinna og ekki verði um afskriftir að ræða. Heildarfjárhæð skulda móðurfélags Bakkavarar nemur um 63,9 milljörðum króna. Eftirfarandi eru meginatriði nauðasamnings: • Gengið er út frá því að kröfuhafar endurheimti fullt virði krafna sinna - ekki verður um afskriftir að ræða. • Að gefnu samþykki tilskilins meirihluta hluthafa verður um 1% af heildar- skuldum félagsins breytt í nýtt hlutafé í B-flokki sem jafngildir 26,67% af heildarhlutafé félagsins í A og B-flokkum. Skiptigengi verður 1 á móti 1 (fyrir eina krónu í skuld komi ein króna í hlutafé). Atkvæðisréttur B hluta verður takmarkaður við 15%. Hlutir í B-flokki munu breytast í hluti í A-flokki og er skiptigengið tiltekið í ákvæðum í samþykktum félagsins sem lagðar verða fyrir hluthafafund til samþykktar. • Gjalddagar eftirstöðva skulda félagsins (um 99%), þ.á.m. skráðra skuldabréfa- flokka félagsins BAKK 03 1 og BAKK 05 1, verða framlengdir til ársins 2014 á eftirfarandi hátt: o 55% af eftirstöðvum skulda verða framlengdar til 30. júní 2014. Verði lánið ekki greitt á gjalddaga breytist það í hlutafé í A-flokki þannig að einn hlutur í A-flokki fáist fyrir hverjar 5 kr. af viðkomandi gjaldfallinni kröfu. Lánið mun innihalda yfirlýsingar og ábyrgðir og verða tryggt með tilteknum eignum félagsins. Vextir eru þriggja mánaða REIBOR vextir að viðbættu 3% vaxtaálagi til 30. júní 2012 en að viðbættu 3,5% vaxtaálagi frá og með þeim degi til 30. júní 2013 og að viðbættu 4% vaxtaálagi frá og með þeim degi til gjalddaga. o 45% af eftirstöðvum skulda verður breytt í nýtt hlutafé í C-flokki (forgangshlutafé) á genginu 1 á móti 1 (fyrir eina krónu í skuld komi ein króna í hlutafé), að gefnu samþykki tilskilins meirihluta hluthafa. Bakkavör er heimilt að innleysa hluti í C-flokki hvenær sem er á samningstímanum á nafnvirði bréfanna að viðbættum vöxtum sbr. fyrri lið. Hlutir í C-flokki munu hvorki veita rétt til arðs né atkvæða. Verði hlutir í C-flokki ekki innleystir fyrir gjalddaga verður þeim breytt í hluti í A-flokki þannig að einn hlutur í A flokki fáist fyrir hverjar 3. kr. af hlutum í C-flokki. • Samþykki tilskilinn meirihluti hluthafafundar hins vegar ekki útgáfu nýrra hluta í C-flokki verða eftirstöðvar ofangreindrar skuldar framlengdar til 30. júní 2014 með sömu réttindum o greint er frá í fyrri lið. • Verði skuldir félagsins greiddar að fullu þann 30. júní 2014 og hlutir í C-flokki innleystir, eiga stofnendur félagsins, þeir Ágúst Guðmundsson, forstjóri, og Lýður Guðmundsson, stjórnarformaður, rétt á að skrá sig fyrir og kaupa á nafnvirði allt að 25% hlut í félaginu en réttur til áskriftar eykst í hlutfalli við greiðslu skulda og innlausn hluta í C-flokki. • Kröfuhafar félagsins eiga rétt á að skipa tvo af fimm stjórnarmönnum félagsins. • Skuldabréfaflokkar félagsins, BAKK 03 1 og BAKK 05 1, verða afskráðir af NASDAQ OMX á Íslandi. • Tillaga verður lögð fyrir hluthafafund um að breyta félaginu í einkahlutafélag og afskrá félagið í kjölfarið af Nasdaq OMX á Íslandi.
- Nauðasamningur samþykktur
| Source: Bakkavör Group hf.
Company ProfileBakkavör Group hf.Industry: Food Products
Press Release Actions